Huldur býr í fossgljúfri


Um okkur

Kammerkórinn Huldur var stofnaður af kórstjóranum og tónskáldinu Hreiðari Inga Þorsteinssyni haustið 2021. Samkvæmt íslenskum þjóðsögum og ljóðum er huldur náttúruvættur, sem býr í fossgljúfrum eða djúpt í hafi og knýr fram öldugang með söng og leik á langspil. Kórmeðlimir eru á aldrinum 18-26 ára. Markmið kórstarfsins er að kynna kórmeðlimum stefnur og strauma innan nýrrar kórtónlistar og síðan, með það veganesti, að virkja meðlimi til tónsköpunar, svo að úr verði vinnusmiðja í tónsmíðum fyrir ung og upprennandi tónskáld.

Hreiðar Ingi Þorsteinsson

Hreiðar Ingi Þorsteinsson er tónskáld og kórstjóri, stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð og Kammerkórsins Huldar. Hreiðar lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2001 og bakkalárnámi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Ári síðar lauk hann burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Erlendis stundaði hann framhaldsnám í tónsmíðum og kórstjórn, fyrst við háskólann í Jyväskylä, Finnlandi og síðan í Eistlandi, þar sem hann lauk meistaranámi í tónsmíðum frá Eistnesku tónlistarakademíunni í Tallinn, útskrifaðist þaðan með láði árið 2011.

Verk

Við höfum enn ekki gefið út neina tónlist, en þú getur fundið fullt af upptökum af okkur á YouTube rásinni okkar!

Youtube

Hafðu samband

Þessi reitur er í vinnslu en hægt er að hafa samband við okkur á kammerkorinnhuldur@gmail.com